IMG Vellíðan
Fyrir konur 50+, gæðaþjálfun í góðum félagsskap

IMG Vellíðan er uppbyggileg og alhliða líkamsþjálfun sem miðar að því auka hreyfigetu og líkamlegt hreysti. Markvisst er unnið í að bæta þol, styrk og liðleika í gegnum fjölbreytt æfingakerfi. Notast er við lóð, teygjubönd og eigin mótstöðu í styrktaræfingum með áherslu á jafnvægi og djúpvöðvastyrk. Unnið er gegn stirðleika með dásamlegum liðleika- og teygjuæfingum. Gæðakennsla, rétt líkamsbeiting og öryggar æfingar tryggja árangur sem skilar sér í bættri heilsu og aukinni vellíðan.
Haustnámskeið hefst 25.ágúst
Tímabil: 25.ágúst – 2.október.
6 vikna námskeið, 2x í viku, mánudaga og fimmtudaga kl.9:25 – 10:15. Verð: 24.600 kr.
- Aðgangur að lokuðum facebookhóp fylgir. Fb-aðgangur inniheldur fjölda æfinga sem hægt er að bæta við sig og gera hvar og hvenær sem er. Kærkomin viðbót við námskeið.
- Aðstaðan – kennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni Ásgarði Garðabæ, í speglasalnum á 2.hæð. Mjög fín aðstaða með aðgengi að búningsklefum, Einnig er tilvalið að nýta sér sundlaugina með en þar er infrarauð gufa ásamt heitum og köldum pottum. Aðgangur að sundlaug greiðist sér í afgreiðslu sundlaugar.
Reglubundin líkamsþjálfun stuðlar að bættri heilsu og meiri lífsgæðum.Tímarnir eru með fjölbreyttum og orkugefandi æfingum þar sem gæði, metnaður og gleði eru í fyrirrúmi.
Tryggðu þér pláss tímanlega og sjáumst hressar!

